Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 17:43 Bulger var sakfelldur fyrir morð í Massachusetts, Flórída og Oklahoma. Vísir/EPA Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans. Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans.
Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02