Reglugerðafargan Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2018 08:00 Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa forsíður blaðanna reglulega greint frá hrakandi geðheilsu íslenskra ungmenna. Þeim líði almennt verr nú en áður. Að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Í allri umræðu um geðheilbrigði er gjarnan bent á mikilvægi þess að bjóða þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga sem víðast, á heilsugæslustöðvum og í skólum. Það er falleg hugmynd. Raunin er því miður sú að skrifstofur sérfræðinga í hæfilegri fjarlægð frá heimilum allra landsmanna er óraunhæf krafa, líkt og dæmin sanna. Fréttir um brottfall úr framhaldsskólum hérlendis hafa einnig birst með reglulegu millibili. Brottfallið sé tvöfalt meira en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Færa má sterk rök fyrir því að orsakasamhengi sé að finna milli andlegrar heilsu ungmenna og brottfalls þeirra úr skóla. Aðgerða er þörf ef taka skal á vaxandi vanlíðan meðal ungmenna hér á landi. Ein lausn á annars margslungnu vandamáli heitir Kara Connect og er netforrit fyrir sérfræðinga. Þar má finna sérkennara, einkaþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og næringarfræðinga, svo fátt eitt sé nefnt. Með forritinu getur sálfræðingur í Reykjavík talað við ungan vistmann á Kvíabryggju eða talmeinafræðingur á Akureyri við skólabarn á Egilsstöðum. Hugmyndasmiðurinn að baki forritinu er fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Hún lýsti því í viðtali á síðum þessa blaðs síðastliðinn laugardag, að þótt auknum fjármunum væri ráðstafað til barna í vanda, fækkaði þeim ekki sem þyrftu hjálp. Þvert á móti væri þeim að fjölga. Lítið sem ekkert aðgengi væri að faglærðum sérfræðingum og verkfærum til að taka á vandamálunum með reglubundnum hætti. Þrátt fyrir margítrekaðan vilja margra stjórnenda stofnana og sveitarfélaga, í tilfelli Þorbjargar, virðast þeir ekki geta tekið forritið í notkun vegna úrelts reglugerðafargans. Kerfið segir einfaldlega nei. Ungmenni á landsbyggðinni eru í enn verri stöðu en þau sem búa í höfuðborginni. Samkvæmt mannfjöldaspá er fólksfækkun á landsbyggðinni víða viðvarandi. Með því að nýta tæknina væri hægt að samnýta sérfræðinga á milli sveitarfélaga og auðvelda ungmennum það oft þunga skref að sækja sér hjálp. Vandinn er stór og blasir við hverjum sem hann vill sjá – hluti lausnarinnar líka. Samt ætlar hið opinbera að þráast við tímabærum breytingum með úreltar reglugerðir og lagabálka að vopni. Sérfræðiþjónusta á netinu er ekki fáránleg hugmynd, heldur svar við kalli tímans og til þess fallið að bæta líf. Það þarf að breyta þessu áður en kerfið svæfir fleiri góðar hugmyndir. Eina sem þarf er vilji stjórnmálamanna til að greiða götu sjálfsagðra nýjunga. Til hvers höfum við stjórnmálamennina, ef ekki til þess að hrista upp í stöðnuðu bákni?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun