Umbreytingar í fjármálaþjónustu Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Fjártækni Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að miklar umbreytingar eiga sér stað í fjármálaþjónustu nú þegar fjártæknin er farin að bjóða upp á fjölmörg ný tækifæri. Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem haldinn var á Balí nú í október, var lögð fram skýrsla (Bali Fintech Agenda) sem á að aðstoða aðildarríkin við að móta sína eigin stefnu og nálgun á þessa nýju grein. Í skýrslunni eru lögð fram tólf stefnumarkandi viðmið sem ríkin geta haft til hliðsjónar. Vonir standa til þess að viðmiðin stuðli að auknu samstarfi milli ríkjanna sem og aðstoði þau við að móta sitt eigið umhverfi. Áhersla er lögð á að hefta ekki vöxt greinarinnar en jafnframt er leitast við að draga samhliða úr áhættutengdri starfsemi. Viðmiðin eru: Fagna og vekja athygli á þeim möguleikum sem fjártækni býður upp á. Útvíkka ákvæði um fjármálaþjónustu með tilkomu nýrrar tækni. Styrkja samkeppni og skuldbindingar um frjálsan og opinn markað. Gera fjártækni kleift að taka þátt í aðlögun og mótun fjármálamarkaðarins. Fylgjast vel með þróun markaða til að auka og dýpka skilning á þróun fjármálakerfisins. Aðlaga reglugerðar- og eftirlitsumhverfi sem miðar að stöðugu og skipulögðu fjármálakerfi. Standa vörð um traust á fjármálakerfinu. Nútímavæða núverandi lagaumhverfi. Tryggja stöðugleika gjaldmiðils og fjármálakerfisins. Byggja upp sterka fjármála- og gagnainnviði innan fjármálakerfisins til að viðhalda möguleikum í fjártækni. Hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og upplýsingaskipta. Auka sameiginlegt eftirlit með gjaldeyris- og fjármálakerfum. Það er alveg ljóst að þessi nýja tækni býður upp á mikla möguleika til að bæta til muna fjármálaþjónustu fyrir neytendur en gefa jafnframt hinu opinbera og stofnunum þess eins og Seðlabankanum kleift að sinna hlutverki sínu betur. Við höfum núna tækifæri til að taka saman höndum, hið opinbera og einkaaðilar, til að móta umhverfi sem tryggir það að báðir aðilar geti nýtt þau tækifæri og þá möguleika sem framtíðin býður upp á. Hið opinbera getur aðstoðað við að draga úr áhættuþáttum og fyrirtækin þróað gagnsætt og þjónustumiðað fjármálakerfi öllum til góða.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun