Vilja svör frá Landsrétti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2018 07:30 Svört tjöld voru sett upp í Landsrétti á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton Brink Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, sendi í gær bréf til Landsréttar vegna aðstæðna í dómhúsinu er aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór þar fram á mánudag. Þær hafi verið á skjön við það sem tíðkist í öðrum dómhúsum. Óskað er skýringa á reglum um aðgengi fjölmiðla að Landsrétti. Thomas Møller Olsen var dæmdur í nítján ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Ljósmyndurum var meinaður aðgangur að öðrum stöðum í dómhúsinu en anddyrinu. Þaðan var á mánudag ekki hægt að mynda þá sem gengu til og frá dómsalnum því sett voru upp tjöld á ganginum. Fréttaljósmyndarar gripu þá til þess að ganga út fyrir og mynda í gegn um glugga gangsins að dómsalnum. Tókst það þótt dómverðir reyndu að skyggja á með því að stilla sér upp í gluggunum.Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar.Fréttablaðið/GVAVilhelm Gunnarsson á Vísi, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka aðstæður. Einkennilegt sé að reglurnar séu afar mismunandi eftir dómhúsum. „Við erum að reyna að skrá söguna og það er verið að hindra störf okkar, það er ekkert öðruvísi,“ segir hann. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, tekur fram að vinnubrögðin á mánudag hafi ekki verið bundin við þetta áðurnefnda sakamál heldur tengist það ákveðnum aðstæðum. „Þetta á við í þeim tilfellum þegar hér eru að koma menn sem eru í gæsluvarðhaldi. Þá er hugsunin sú að gæta öryggis þeirra og annarra með því að vera með þetta í þessum dómsal. Í öðru lagi þá eru náttúrlega þessir menn, eins og ýmsir aðrir líka, ekki hér sjálfviljugir komnir heldur eru kvaddir fyrir dóm og ef menn vilja hylja sig fyrir sjónum annarra þá eru þetta aðstæður sem við bjóðum upp á,“ segir Björn sem kveður Landsrétt hafa skilning á slíkum óskum. „Allir þeir sem hér inn koma ódæmdir eru náttúrlega saklausir. Borgarar almennt hafa val um það almennt að láta mynda sig eða ekki, ekki satt?“ segir dómstjórinn og ítrekar að mönnum sé skylt að mæta fyrir Landsrétt. „Og í staðinn fyrir að menn séu að breiða yfir sig úlpur þá er þetta svona.“ Sem fyrr segir gripu ljósmyndarar til þess ráðs að mynda Thomas Møller Olsen í gegn um glugga. Aðspurður hvort brugðist verði við þessari glufu segir Björn að það verði gert svo fólk geti komist óséð um Landsrétt. „Um leið og það er komið inn fyrir okkar dyr þá berum við ábyrgð á því.“ Vilhelm segir ljósmyndara alls ekki geta sætt sig við að alveg verði komið í veg fyrir myndatökur af slíkum málum í Landsrétti. „Þetta er risamál sem er búið að vera í gangi í hátt í tvö ár og við erum bara að reyna að skrásetja lokin á þessu ömurlega máli,“ segir hann. „Það væri til dæmis skelfilegt ef við hefðum engar myndir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.“ Spurður um þetta sjónarmið fréttaljósmyndarans segir Björn ljóst að uppi séu sjónarmið með og á móti myndatöku. „Svo er bara spurningin hvar skurðarpunktarnir eru í því,“ segir skrifstofustjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04