Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 12:41 Úrskurðinum hefur verið mótmælt víða í Pakistan AP/Shakil Adil Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“ Asía Pakistan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“
Asía Pakistan Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira