Frjálst þungunarrof? Já takk! Þóra Kristín Þórsdóttir skrifar 31. október 2018 14:05 Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Kristín Þórsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vinnur nú að endurvinnslu frumvarps um þungunarrof sem, ef fram fær að ganga í þeirri mynd sem nú er unnið að, verður eitt róttækasta skref sem tekið hefur verið í jafnréttismálum hérlendis á undanförnum árum. Frumvarpið gerir nefnilega þungunarrof frjálst, en frá 1975 hafa barnshafandi einstaklingar þurft að leita til tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að kvitta upp á að aðgerðin sé nauðsynleg, og að fyrir því liggi annað hvort félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður. Þó í praxís sé þetta formsatriði hefur þetta valdið mörgum konum kvíða. Eftirleiðis mun sumsé enginn annar þurfa að samþykkja ákvörðunina. Minn líkami, mitt val. Það þarf vart að fjölyrða um það hve löngu tímabær þessi breyting er. Í fyrstu drögum frumvarpsins voru tímamörkin ákvörðuð 18 vikur en nú að gefnum umsögnum og umræðu hefur ráðherra gefið út að í lokadrögum frumvarpsins verði tímamörkin 22 vikur. Fólk mun því geta farið í þungunarrof, óháð ástæðu, og getur þá m.a. tekið ákvörðun út frá upplýsingum sem koma fram í 20 vikna skoðuninni. Á undanförnum dögum hafa ýmsir aðilar farið mikinn út af þessu máli. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna þykir sjálfsagður, en einungis í ákveðinn tíma. Styrinn stendur um það að nú geti konur farið í þungunarrof þrátt fyrir að vera gengnar fram yfir hálfa meðgöngu, enda séu (0-10%) líkur á að barn sem fætt er á 23.viku meðgöngu geti lifað utan líkama móðurinnar. Andstæðingar frumvarpsins hafa því gert þetta 22ja vikna mark að algjöru aðalatriði og finnst skelfilegt til þess að hugsa að barnshafandi einstaklingur gæti tekið þessa ákvörðun á þessum tímapunkti án þess að læknisfræðilegar ástæður lægju fyrir. Nú eru Íslendingar ekki að finna upp hjólið, heldur þvert á móti, eru frekar seinir í að endurskoða löggjöfina um þetta mál miðað við nágrannaþjóðirnar. Í Bretlandi hefur þungunarrof verið leyfilegt (að því formsatriði gefnu að tveir læknar skrifi upp á það) fram að 24 vikum síðan árið 1967. Þar eru 4 af hverjum 5 slíkum aðgerðum framkvæmdar innan tíu vikna, og 9 af hverjum 10 á fyrstu 13 vikunum. Aðeins 1-2% aðgerða eru framkvæmdar eftir viku 20 og þá langflestar af læknisfræðilegum ástæðum. Sömu sögu er að segja um reynsluna í Svíþjóð og öðrum ríkjum þar sem rétturinn til þungunarrofs er rúmari en hér. Þá sýnir tölfræði Landlæknis að ríflega 8 af hverjum 10 tilfellum þungunarrofs á Íslandi eiga sér stað innan fyrstu 9 viknanna og aðeins eitt af hverjum hundrað eftir sextándu viku. Það er því ekki í samræmi við nein gögn, og lyktar raunar af gríðarlegu kvenhatri, að mála þá mynd að konur fari hér umvörpum að þramma í þungunarrof langt gengnar. Þegar barnshafandi einstaklingur tekur þá ákvörðun að ganga eða ganga ekki með barn er sú ákvörðun ekki tekin í tómarúmi heldur tekur mið af alls konar þáttum, bæði persónulegum og samfélagslegum. Þar skiptir auðvitað miklu máli hvort viðkomandi langar að verða foreldri, sem og í hvaða aðstæðum viðkomandi getnaður varð, en einnig skipta efnahagslegir þættir eins og fjöldi barna á heimili fyrir, hvort viðkomandi býr í eigin húsnæði, hár daggæslukostnaður fyrstu árin og ótal margt fleira máli. Þar er mikilvægt að hafa í huga að okkur hefur langt í frá tekist að skapa hér samfélag þar sem öll njóta jafnrar virðingar og tækifæra, fötluð og ófötluð, sama hvar á landinu þau búa, og það er við þær aðstæður sem upplýsingar sem koma fram í 20 vikna skoðun eru metnar. Aðalatriðið er að þegar einstaklingur hefur gengið með barn í 20 vikur og ákveður þá að rjúfa meðgöngu er eitthvað sérstakt á seyði, svo sem heimilisofbeldi, fíknivandi, eða að 20 vikna skoðunin hefur leitt í ljós eitthvað óvenjulegt sem viðkomandi treystir sér ekki að takast á við. Fólk sem neyðist til að endurmeta hvort halda eigi meðgöngu áfram á þessum tímapunkti á samúð og stuðning skilið. En réttinn til þungunarrofs verður það að hafa.Höfundur er forynja Kvennahreyfingarinnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun