Gert að mæta í skólasundið skömmu fyrir sundæfingu Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 21:49 Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. Getty/Nickolai Vorobiov Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni. Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira