Gert að mæta í skólasundið skömmu fyrir sundæfingu Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 21:49 Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. Getty/Nickolai Vorobiov Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni. Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að staðfesta ákvörðun skólastjóra að hafna beiðni um að sex ára stúlka í fyrsta bekk grunnskóla fengi að sleppa skólasundi sem lauk skömmu áður en sundæfing hennar átti að hefjast, hafi ekki verið í samræmi við lög. Í úrskurði umboðsmanns segir að skólastjórinn hafi hafnað beiðni foreldra stúlkunnar, sem þá var í fyrsta bekk, um undanþágu frá skólasundi í desember 2016.Sundæfing hálftíma eftir að heim var komið Ástæða beiðni foreldranna var sú að á sama degi og skólasund var í síðustu kennslustund hjá stúlkunni færi hún á sundæfingu um hálftíma eftir að heim var komið. „Töldu þau að þetta væri of mikið fyrir stúlkuna og að sundæfingin í kjölfarið, sem væri töluvert erfiðari en skólasund, myndi missa marks. Þá væri stúlkan flugsynd og væri bæði að æfa og keppa með eldri börnum,“ segir í úrskurðinum. Skólastjórinn hafnaði beiðninni með vísun í ungs aldurs hennar og þess fordæmis sem slíkt leyfi kynni að hafa fyrir aðra nemendur.Kvörtuðu til ráðuneytisins Foreldrarnir kvörtuðu þá til ráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun skólastjórans í júlí 2017. Niðurstaða ráðuneytisins byggðist sér í lagi á því að „ekki væri heimilt samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla að veita umbeðna undanþágu en þar væri mælt fyrir um að skólastjóri veitti nemendum í 1.-7. bekk ekki undanþágu vegna íþróttaþjálfunar hjá íþróttafélagi,“ að því er fram kemur í úrskurði umboðsmanns.Með of fortakslausum hætti Umboðsmaður úrskurðar hins vegar að orðalagið í umræddum kafla aðalnámskrár grunnskóla sé sett fram með of fortakslausum hætti. Í grunnskólalögum sé skólastjóra heimilt að veita undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því. „Af því leiðir að úrskurður ráðuneytisins var að þessu leyti ekki í samræmi við lög.“ Hann beinir svo þeim tilmælum til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju, komi fram beiðni þar um frá þeim. „Þá beini ég þeim tilmælum til ráðuneytisins að hafa þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu framvegis í huga í störfum sínum. Loks tel ég tilefni til að beina því til ráðuneytisins að kynna stjórnendum grunnskóla þessi sjónarmið samhliða breyttum viðmiðum í aðalnámskrá.“Hér má lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis í heild sinni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent