Launaleynd og þyngdarlögmálið Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2018 08:00 Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég er hálftíma að „pósta“ einni „selfí“; það er nákvæmnisvinna að tryggja sjónarhorn sem hylur í senn hrukkur, undirhöku og augnpoka, ná mynd sem hæfir sjálfsímynd minni sem festist einhvers staðar í kringum tuttugu og fimm ára aldurinn. Þegar ég set myndir af börnunum á Facebook gæti ég þess að ekki sjáist í bakgrunninum glitta í óhreint tauið sem flæðir upp úr þvottakörfunni eins og seigfljótandi kvika sem færir líf mitt í kaf. Þegar ég birti myndir á Instagram af mat á veitingahúsi sem á meira skylt við skúlptúr en næringu læt ég ekki fylgja skjáskot af kreditkortayfirlitinu sem sýnir að kostnaðurinn við máltíðina endaði á yfirdrættinum. Hvers vegna ekki? Eins forpokað og það hljómar vil ég að ímynd mín sé sú að ég sé með allt á hreinu. Ég vil að fólk – pabbi minn og mamma, bræður og mágkonur, vinir og óvinir?… sérstaklega óvinir – haldi að ég sé með ‘etta. Þegar ég frétti af vefsíðunni Tekjur.is þar sem hægt er að fletta upp tekjum og skattaupplýsingum Íslendinga voru fyrstu viðbrögð mín: „Fokk nei!“ Vissi þetta lið ekki hvað ég hafði lagt mikla vinnu í að byggja upp fegraða ímynd mína? Nú gæti hver sem er flett því upp hvað ég er í raun mikill „lúser“. Ég var við það að ganga til liðs við hina réttlætisriddarana sem riðu hnarreistir milli stofnana með kveinstafi og lögbannskröfur þegar rifjaðist upp fyrir mér saga.Vopnuð upplýsingunum Fyrir þrjátíu árum flakkaði kona mér nákomin einnig milli stofnana. Hún var hins vegar með blað og blýant. Hana grunaði að laun hennar væru töluvert lægri en laun karlanna sem gegndu sambærilegum stöðum innan fyrirtækis sem hún starfaði hjá. Hún fékk grun sinn staðfestan er hún heimsótti skrifstofur og skrifaði niður útsvar samstarfsmanna. Þegar hún mætti í launaviðtal vopnuð upplýsingunum sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins eitthvað á þá leið að ef hún fengi launahækkun kæmu „þær“ allar á eftir. Konan lét sig þó ekki og fékk loks launahækkun. Mótbárur starfsmannastjórans hafa setið í henni í þrjátíu ár. Fyrir rétt rúmu ári var breska ríkisútvarpið, BBC, skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum allt of há laun. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli en ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Listinn varð BBC-konum vopn í baráttunni fyrir auknum jöfnuði.Ófyrirséðar hörmungar Andstæðingar Tekjur.is tala eins og uppátækið sé brot á einhvers konar náttúrulögmáli; að það að fikta í meintri friðhelgi einkalífsins með þessum hætti sé ónáttúra sem geti leitt til ófyrirséðra hörmunga – svona eins og sterkeindahraðall CERN í Sviss: Svarthol myndast, siðmenningin sogast inn í það og við blasa endalok veraldar. Að smíða samfélag er eins og að byggja hús. Við ráðum hvernig húsið lítur út. Einhver kann að segja: „Já, en við þurfum að fara að leikreglum.“ Satt er það. Leikreglum náttúrunnar komumst við ekki hjá að fylgja; þyngdarlögmálinu, lögmáli varmafræðinnar. En leikreglum gerðum af manna höndum má breyta eftir þörfum. Þótt hlutirnir séu á einn veg þýðir það ekki að þeir geti ekki verið öðruvísi. Dæmin sýna að kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Ójöfnuður hvers konar þrífst á leynd. Samfélag okkar er hús sem er stöðugt í smíðum. Kannski er kominn tími á fleiri opin rými. Og kannski mættum við koma oftar til dyranna eins og við erum klædd, bera hrukkurnar og leyfa fólki að flissa yfir ástandinu á óhreina tauinu. Því það er svo gott að vera minntur á að ekkert okkar er í raun með ‘etta.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar