Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 09:00 Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/Anton Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga