"Ég hef aldrei verið tilbúnari en núna“ 20. október 2018 15:30 Mynd/Snorri Björns Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.” Box Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Í kvöld berst Valgerður Guðsteinsdóttirgegn hinni norsku Ingrid Egner um Eystrasaltstitilinn (Baltic Boxing Union title). Bardagi þeirra er á stóru hnefaleikakvöldi sem ber heitið “This Is My House 2” og fer fram í Skiens Fritidspark í Osló. Gert er ráð fyrir rúmlega 3000 áhorfendum og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á norska vefmiðlinum vg.no. Íslendingar geta horft á viðburðinn þar gegn vægri greiðslu (og smávægilegum dns kúnstum). Valgerður hefur æft vel fyrir bardagan og er ánægð með undirbúninginn: “Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annarsvegar þá fór ég til Svíþjóðar í 10 daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Hitt er hann Davíð Rúnar Bjarnason sem hefur annast alla þjálfun og skipulagningu æfingabúðanna minna í þetta skipti. Hann hefur komið mjög sterkur inn í teymið mitt og ég finn skýrt að hann er að hjálpa mér að stíga upp á næsta level. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna.”, segir hún. Vigtun og “face off” fóru fram fyrr í dag þannig að Valgerður var að hitta andstæðing sinn í fyrsta sinn áðan. “Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu. Ég hef meira að segja barist fleiri atvinnubardaga í Osló heldur en hún þannig að ég gef lítið fyrir að þetta sé hennar heimavöllur. Á meðan atvinnuhnefaleikar eru ekki löglegir á Íslandi þá er þetta minn heimavöllur.”, segir Valgerður og hlær. Hvað bardagann í kvöld varðar er hún full tilhlökkunar og segir að lokum. “Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.”
Box Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira