Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 14:45 Flaugarnar sem samkomulagið bannaði voru mikilvægir hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku. Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku.
Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45