Jöklanna tindar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar