Á móti frumvarpi sem bannar samninga í hagnaðarskyni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:00 Tannlæknafélag Íslands segir frumvarpið þýða að tannlæknar snúi síður heim eftir sérnám. NORDICPHOTOS/GETTY Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira