Tengdasonur Mosfellsbæjar sló enn eitt metið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2018 09:30 Mahomes í leiknum í nótt. vísir/getty Undrabarnið Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Kansas valtaði yfir Cincinnati Bengals, 45-10. Mahomes kastaði boltanum 358 jarda og þar af fjórum sinnum fyrir snertimarki. Þessi tengdasonur Mosfellsbæjar slær met í nánast hverri umferð. Í nótt varð hann sá yngsti sem kastar yfir 300 jarda sex leiki í röð. Kansas tapaði 43-40 fyrir New England fyrir viku síðan en það er eina tap liðsins í vetur. Það tap hafði engin áhrif á liðið sem spilaði frábærlega í nótt.FINAL: The @Chiefs get the WIN on SNF! #ChiefsKingdom (by @Lexus) pic.twitter.com/jJGt8gnYlm — NFL (@NFL) October 22, 2018 LA Rams er enn eina ósigraða liðið í deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð er það valtaði yfir nágranna sína í San Francisco. Hinn magnaði leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, náði tveimur merkum áföngum í leiknum gegn Baltimore í nótt. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki og er aðeins sá fjórði sem nær þeim áfanga. Hinir eru Peyton Manning, Brett Favre og Tom Brady. Sigurinn á Baltimore var líka sögulegur fyrir þær sakir að Brees er nú búinn að vinna öll liðin í deildinni. Hann átti bara eftir að vinna Baltimore. Hann vann Saints er hann spilaði með Chargers. Þessu náði hann gegn besta varnarliði deildarinnar sem hafði ekki fengið á sig snertimark í seinni hálfleik allt tímabilið. Brees henti tveimur í andlitið á Hröfnunum. Aðeins þrír leikmenn í sögunni hafa unnið öll lið deildarinnar. Hinir eru Peyton Manning og Brett Favre.FINAL: @Saints win by one in Baltimore! #NOvsBAL#GoSaintspic.twitter.com/R2soyckmMX — NFL (@NFL) October 21, 2018Úrslit: Kansas City-Cincinnati 45-10 LA Chargers-Tennessee 20-19 Chicago-New England 31-38 Indianapolis-Buffalo 37-5 Jacksonville-Houston 7-20 Miami-Detroit 21-32 NY Jets-Minnesota 17-37 Philadelphia-Carolina 17-21 Tampa Bay-Cleveland 26-23 Baltimore-New Orleans 23-24 Washington-Dallas 20-17 San Francisco-LA Rams 10-39Í nótt: Atlanta - NY GiantsStaðan í deildinni. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Undrabarnið Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, átti enn einn stórleikinn í nótt þegar Kansas valtaði yfir Cincinnati Bengals, 45-10. Mahomes kastaði boltanum 358 jarda og þar af fjórum sinnum fyrir snertimarki. Þessi tengdasonur Mosfellsbæjar slær met í nánast hverri umferð. Í nótt varð hann sá yngsti sem kastar yfir 300 jarda sex leiki í röð. Kansas tapaði 43-40 fyrir New England fyrir viku síðan en það er eina tap liðsins í vetur. Það tap hafði engin áhrif á liðið sem spilaði frábærlega í nótt.FINAL: The @Chiefs get the WIN on SNF! #ChiefsKingdom (by @Lexus) pic.twitter.com/jJGt8gnYlm — NFL (@NFL) October 22, 2018 LA Rams er enn eina ósigraða liðið í deildinni en liðið vann sinn sjöunda leik í röð er það valtaði yfir nágranna sína í San Francisco. Hinn magnaði leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, náði tveimur merkum áföngum í leiknum gegn Baltimore í nótt. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki og er aðeins sá fjórði sem nær þeim áfanga. Hinir eru Peyton Manning, Brett Favre og Tom Brady. Sigurinn á Baltimore var líka sögulegur fyrir þær sakir að Brees er nú búinn að vinna öll liðin í deildinni. Hann átti bara eftir að vinna Baltimore. Hann vann Saints er hann spilaði með Chargers. Þessu náði hann gegn besta varnarliði deildarinnar sem hafði ekki fengið á sig snertimark í seinni hálfleik allt tímabilið. Brees henti tveimur í andlitið á Hröfnunum. Aðeins þrír leikmenn í sögunni hafa unnið öll lið deildarinnar. Hinir eru Peyton Manning og Brett Favre.FINAL: @Saints win by one in Baltimore! #NOvsBAL#GoSaintspic.twitter.com/R2soyckmMX — NFL (@NFL) October 21, 2018Úrslit: Kansas City-Cincinnati 45-10 LA Chargers-Tennessee 20-19 Chicago-New England 31-38 Indianapolis-Buffalo 37-5 Jacksonville-Houston 7-20 Miami-Detroit 21-32 NY Jets-Minnesota 17-37 Philadelphia-Carolina 17-21 Tampa Bay-Cleveland 26-23 Baltimore-New Orleans 23-24 Washington-Dallas 20-17 San Francisco-LA Rams 10-39Í nótt: Atlanta - NY GiantsStaðan í deildinni.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira