Framsýn og ábyrg fjármálastjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun