Gildi í hóp stærstu hluthafa Arion Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 07:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs Fréttablaðið/GVA Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Lífeyrissjóðurinn átti 0,65 prósenta hlut í Arion banka í kjölfar hlutafjárútboðs bankans í júní síðastliðnum, að því er fram hefur komið í Markaðinum. Sjóðurinn bætti nýverið við hlut sinn og er nú áttundi stærsti hluthafi bankans. Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital seldi fyrr í mánuðinum hátt í 1,3 prósenta eignarhlut í Arion banka og á nú 7,33 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjasta uppfærða hluthafalista hans, dagsettum 16. október. Vogunarsjóðurinn hefur nú selt um 2,1 prósent af hlutafé bankans eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í júní og yfir 5 prósenta hlut frá því í vor. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðustu viku hafa sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins aukið lítillega við hlut sinn í bankanum í haust en þeir fara nú með samanlagt 1,78 prósenta hlut. Gengi hlutabréfa í Arion banka stóð í 78,7 krónum eftir lokun markaða í gær og er tæplega átta prósentum hærra en útboðsgengi bréfanna þegar bankinn var skráður á markað. Bréfin hafa lækkað um níu prósent í verði undafarinn mánuð. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Plataði starfsmann Arion banka upp úr skónum Var einni milljón króna ríkari um tíma. 18. október 2018 16:09 Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Gildi - lífeyrissjóður hefur keypt liðlega 1,2 prósenta eignarhlut í Arion banka og fer nú með um 1,8 prósenta hlut í bankanum. Er hlutur lífeyrissjóðsins metinn á ríflega 2,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa bankans. Lífeyrissjóðurinn átti 0,65 prósenta hlut í Arion banka í kjölfar hlutafjárútboðs bankans í júní síðastliðnum, að því er fram hefur komið í Markaðinum. Sjóðurinn bætti nýverið við hlut sinn og er nú áttundi stærsti hluthafi bankans. Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital seldi fyrr í mánuðinum hátt í 1,3 prósenta eignarhlut í Arion banka og á nú 7,33 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjasta uppfærða hluthafalista hans, dagsettum 16. október. Vogunarsjóðurinn hefur nú selt um 2,1 prósent af hlutafé bankans eftir að bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í júní og yfir 5 prósenta hlut frá því í vor. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðustu viku hafa sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins aukið lítillega við hlut sinn í bankanum í haust en þeir fara nú með samanlagt 1,78 prósenta hlut. Gengi hlutabréfa í Arion banka stóð í 78,7 krónum eftir lokun markaða í gær og er tæplega átta prósentum hærra en útboðsgengi bréfanna þegar bankinn var skráður á markað. Bréfin hafa lækkað um níu prósent í verði undafarinn mánuð.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Plataði starfsmann Arion banka upp úr skónum Var einni milljón króna ríkari um tíma. 18. október 2018 16:09 Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Plataði starfsmann Arion banka upp úr skónum Var einni milljón króna ríkari um tíma. 18. október 2018 16:09
Vildi rannsaka sölu Arion í Bakkavör Meirihluti stjórnar Arion banka hafnaði tillögu fulltrúa Bankasýslu ríkisins um að sala bankans á hlut sínum í Bakkavör yrði rannsökuð. Tillaga þáverandi varaformanns stjórnar bankans svipaðs efnis var einnig felld. Bankasýslan segir sömu spurningar hafa vaknað við söluna og í Borgunarmálinu. 26. september 2018 08:00
Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30