Eignarhaldsfélagið VGJ, sem er að mestu í eigu Eiríks Vignissonar, hagnaðist um liðlega 228 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.
Mestu munaði um söluhagnað hlutabréfa sem nam tæpri 201 milljón króna á árinu en arður af hlutabréfaeign félagsins var rúmlega 88 milljónir króna.
Eigið fé félagsins, sem er að 90 prósenta hluta í eigu Eiríks, framkvæmdastjóra Vignis G. Jónssonar, dótturfélags HB Granda, nam 5,4 milljörðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma átti félagið eignir upp á 5,7 milljarða króna. Félag Eiríks er á meðal stærstu hluthafa í HB Granda, Heimavöllum og Kviku banka.
Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði 500 milljónir króna í arð á þessu ári en auk Eiríks er Sigríður Eirískdóttir hluthafi í félaginu með 10 prósenta hlut.
Félag Eiríks með 5,4 milljarða í eigið fé
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf