Með ljósin kveikt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun