Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 19:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Íslenska krónan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir.
Íslenska krónan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira