Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 16:38 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Andri Magnús Eysteinsson Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38