Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:15 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink „Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira