Gígja Skúladóttir, Tinna Helgadóttir og Helga Völundardóttir kom inn í stjórn Pírata í Reykjavík sem kosin var á aðalfundi félagsins á föstudaginn.
Fjórir af fimm stjórnarmönnum eru konur en Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, kafteinn stjórnar, og Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir ritari sitja áfram í stjórninni.
Úr stjórn fara þau Elsa Nore, Árni Steingrímur Sigurðsson og Guðjón Sigurbjartsson. Ný stjórn á eftir að skipta með sér verkum.
Þrjár breytingar á stjórn Pírata í Reykjavík
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
