Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 09:09 Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. AP/Matt Rourke „Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
„Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01