„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi. Íslenska krónan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi.
Íslenska krónan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira