Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 18:23 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforsetans Andreas Norlén (á myndinni) þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand í stjórnarmyndunarviðræðunum. Getty Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent