Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 10. október 2018 07:00 Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar