Kominn tími á erfiða ákvörðun Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2018 07:30 Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun