Vaxandi öfgar í veðurfari á Íslandi verði ekkert að gert Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:45 Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn
Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00