Dagur fer í veikindaleyfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2018 07:00 Dagur er með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Fréttablaðið/Anton brink Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira