Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins hefur ákveðið að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Sú vinna miðar að því að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið að því er fram kom í tilkynningu frá Stjórnarráðinu í gær.
„Meginleiðarljós vinnunnar verður að efla traust, gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála. Miðað skal við að viðhalda verðbólgumarkmiði sem meginmarkmiði peningastefnunnar og sjálfstæði Seðlabankans og peningastefnunefndar hans til að beita stjórntækjum til að ná því en gera viðeigandi breytingar sem efla traust og auka gagnsæi. Ennfremur skal miðað við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skilvirkni við framkvæmd þjóðhagsvarúðar og fjármálaeftirlits,“ segir í tilkynningunni.
Verður yfirstjórn verkefnisins í höndum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins sem í sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Á vegum nefndarinnar starfar verkefnisstjórn um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit, skipuð af forsætisráðherra.
Verkefnisstjórnin skal skila drögum að lagafrumvörpum til nefndar eigi síðar en 28. febrúar 2019.
Sameining í kortunum
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Viðskipti innlent


Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti
Viðskipti innlent


„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið
Viðskipti erlent

Northvolt í þrot
Viðskipti erlent

Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Verð enn lægst í Prís
Neytendur


Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“
Viðskipti erlent