Það getur enginn kvartað yfir reynsluleysi dómaranna í stórleik Keflavíkur og KR í 2. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í kvöld. Það er einfaldlega ekki hægt.
Dómaratríóið er nefnilega það elsta í sögunni og gífurlega reynslumikið, en þeir Sigmundur Már Herbertsson, Leifur Sigfinnur Garðarsson og Rögnvaldur Már Hreiðarsson halda um flauturnar í Blue-höllinni í kvöld.
Samtals eru þeir 154 ára gamlir en Sigmundur og Leifur eru báðir fæddir 1968 og þá er Rögnvaldur 54 ára gamall. Hjá FIBA er 50 ára aldurstakmark en hér heima mega menn dæma lengur á meðan þeir hafa heilsu og getu til.
Þessir þrír þrautreyndu dómarar voru fyrir nýhafið tímabil búnir að dæma samtals 4.800 leiki á vegum KKÍ, þar af 1.724 leiki í úrvalsdeild karla og 470 leiki í úrslitakeppninni. Tríóið hefur svo samtals dæmt 114 leiki í lokaúrslitum karla og níu oddaleiki enda verið ansi lengi að.
Leikur Keflavíkur og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 20.00, beint á eftir viðureign Hauka og ÍR sem hefst klukkan 18.20. Domino´s-Körfuboltakvöld gerir svo upp 2. umferðarina klukkan 22.10.
Elsta dómaratríó sögunnar dæmir stórleikinn í Keflavík í kvöld
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn



55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


