Þá sjaldan að gagn hefði verið af smá íhaldssemi Pawel Bartoszek skrifar 12. október 2018 17:15 Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Stundum fer samfélagið fram úr sjálfu sér. Í einhverju hugarástandi fara menn að breyta lögum og reglum sem eru ekki vinsæl en þjóna samt einhverjum tilgangi. Á þannig stundum ættu góðir íhaldsmenn að biðja fólk um að telja á sér tærnar og hægja á. Hvað sem menn vilja segja um uppreist æru og óflekkað mannorð þá var þarna ákveðið kerfi sem gaf jafnvel morðingjum og verstu níðingum færi á að setja ákveðinn endapunkt við fortíð sína og endurheimta öll sín borgaralegu réttindi. Það kann að vera óvinsæl skoðun en samfélög eiga, að mínu mati, að hafa þannig tæki í höndunum. En þar sem nýting kerfisins ofbauð, að mörgu leyti réttilega, réttarvitund þorra fólks þá var þetta kerfi afnumið. Það var gert með hraði án þess að nokkuð annað væri sett í staðinn. Réttarríkið, stjórnarskráin, bann við afturvirkni refsinga, alþjóðlegar mannréttindakröfur. Allt þetta var undir, og allt varð að einhverju leyti undir. Ætli skoðunum Sigríðar Andersen sé nokkur grikkur gerður með því að kalla hana íhaldskonu? En stóð hún, sem slík, og sem dómsmálaráðherra, vörð um klassíska íhaldssemi í þessum málum? Talaði hún um nauðsyn þess að fara sér hægt og ígrunda vel? Var hún á bremsunni? Ó, nei. Ekki aðeins var Sigríður Andersen með í þessari lestarferð heldur var hún sjálf í eimreiðinni að hlaða kolum í.Lét semja hálft frumvarp Svo lá henni á að afnema uppreist æru úr íslensku lagasafni að hún lét ráðuneytið sitt semja hálft frumvarp, þar sem tækin til að endurheimta ýmis réttindi, t.d. kjörgengi í kosningum, voru afnumin, án þess að annað fyrirkomulag kæmi í staðinn. Sjálf greinargerðin með lögunum sem afnámu uppreist æru sagði: „Í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið fjallað um rétt einstaklinga til að bjóða sig fram í kosningum. Dómarnir veita leiðbeiningu um að heimilt sé að mæla fyrir um vissar takmarkanir á þeim rétti, en að miklu skipti að gætt sé meðalhófs við slíkar takmarkanir og að þær séu ekki ótímabundnar. Í a.m.k. einum dómi frá 1991 var talið að viðkomandi þjóðþingi bæri skylda til að hafa sérstaka ótímabundna takmörkun til stöðugrar endurskoðunar. Verði frumvarp þetta samþykkt er því afar mikilvægt að staðið verði við áform um endurskoðun þeirra ákvæða sem mæla fyrir um takmarkanir á kjörgengi svo að ekki skapist hætta á því að gengið verði of nærri þeim réttindum manna sem hér eru til umfjöllunar.“ Þetta er í raun ansi hresst. Það er ekki oft sem greinargerðir frumvarpa úr ráðuneytum beinlínis viðurkenna að samþykkt þeirra feli í sér brot á mannréttindum. Áhyggjur greinargerðarinnar af eigin frumvarpstexta reyndust ekki innistæðulausar. Ár er liðið, heilt löggjafarþing er liðið, heilar sveitarstjórnarkosningar afstaðnar án þess að nokkur ný lög hafi litið dagsins ljós. Frumvarpið var ekki einu sinni lagt fram á seinasta þingi. Þetta þýðir að enginn Íslendingur með meira en eins árs dóm á bakinu gat boðið sig fram í kosningunum. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð um að ný lög um hvernig megi öðlast þessi réttindi aftur yrðu samþykkt í snatri. Í meðförum þingsins var sett inn ákvæði um að lagabálkurinn um uppreist æru tæki aftur gildi um áramótin 2019 ef ekki verður búið að laga lögin. Líklegast hefði líka átt að kippa því inn að allir fyrrverandi fangar hefðu öðlast kjörgengi að nýju. Kannski treystu menn á að ráðherrann myndi græja það en af því varð ekki. Ráðherrann flýtti sér eins og hún gat þegar kom að því að afnema ákveðin réttindi fyrrverandi sakamanna. En þegar kom að því að veita þau aftur, þá virtist ekki liggja jafnmikið á.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar