Rækjuvinnslan á Hólmavík fékk greiðslustöðvun í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2018 18:30 Rækjuverksmiðjan Hólmadrangur er í elsta hluta Hólmavíkur. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Eitt stærsta atvinnufyrirtæki Hólmavíkur, rækjuvinnslan Hólmadrangur, fékk í dag heimild til greiðslustöðvunar vegna rekstrarerfiðleika. Tuttugu heilsársstörf eru í fyrirtækinu en starfsemin mun ekki stöðvast og segir stjórnarformaður fyrirtækisins, Viktoría Rán Ólafsdóttir, að engum verði sagt upp. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Viktoría segir það vilja eigenda að leita allra leiða til að tryggja rekstur rækjuverksmiðjunnar til lengri tíma, enda sé hún ein sú fullkomnasta á heimsvísu. Starfsemin undanfarin ár hefur einkum falist í því að vinna aðkeypta rækju frá útlöndum og selja á Bretlandsmarkað. Hólmadrangur er í jafnri eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og FISK Seafood og hefur veltan numið allt að þremur og hálfum milljarði króna á ári, að sögn Viktoríu.Frá Hólmavík. Hús Hólmadrangs sjást vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hólmadrangur hefur verið og er enn, einn af máttarstólpum atvinnulífs i Strandabyggð og það er afrek í sjálfu sér að fyrirtækið hafi hingað til, staðið af sér sveiflur og óáran í rækjuiðnaðinum hér á landi,“ segir sveitarstjóri Strandabyggðar, Þorgeir Pálsson, í yfirlýsingu fyrir hönd sveitarstjórnar í dag. „Með samstilltu átaki og öflugu teymi sérfræðinga, bindum við vonir við að Hólmadrangur vinni sig út úr þessari erfiðu stöðu,“ segir þar ennfremur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. 8. október 2018 21:00