Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:15 Síðan sýnir laun landsmanna árið 2016. Fréttablaðið/Stefán Til skoðunar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Ríkisskattstjóra (RSK) hvort vefsíða sem birtir upplýsingar um laun landsmanna starfi í samræmi við lög og reglur. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Vefsíðan tekjur.is fór í loftið í gær en þar er hægt að fletta upp upplýsingum um laun allra Íslendinga, sem náð hafa fjárræðisaldri, fyrir árið 2016. Upplýsingarnar á síðunni byggjast ekki á álagningarskrá RSK heldur skattskrá en hún inniheldur álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda eftir að leyst hefur verið úr öllum kærum sem berast vegna álagningarskrár. Upplýsingarnar á síðunni sýna því ekki tekjur síðasta árs heldur ársins 2016. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta er ekki á vegum RSK og okkur algjörlega óviðkomandi,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum líkt og flestir aðrir. Aðspurður hvort vinnsla sem þessi úr skattskrá sé heimil segir Snorri að það sé í skoðun. Það liggi fyrir í tekjuskattslögum að opinber birting á upplýsingum um álagða skatta samkvæmt skattskrá sé heimil en ekki liggi ljóst fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Þá þurfi einnig að skoða málið í samhengi við nýju persónuverndarlögin, GDPR, sem tóku gildi á árinu. Að auki þurfi að skoða birtingarháttinn en netið var ekki í huga þingsins árið 1984 þegar lögin voru sett. Mál er varða birtingu álagningar- og skattskrár hafa bæði ratað til eftirlitsstofnana sem og dómstóla. Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 1995 kom meðal annars fram að „ótvírætt og óumdeilt“ væri að heimilt væri að birta upplýsingar úr skattskrá. Aðrar reglur giltu hins vegar um álagningarskrár. Árið 2013 komst PSV síðan að þeirri niðurstöðu að CreditInfo væri óheimilt að afrita upplýsingar úr skattskrá með það að markmiði að selja áskrifendum sínum upplýsingarnar. Í gegnum tíðina hafa skattskrár síðan verið gefnar út á bókarformi en téðir útgefendur hafa getað farið til RSK, fengið skrána afhenta, afritað hana og gefið út.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Við höfum fengið ábendingar um þessa síðu og er kunnugt um hana. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Það þurfa að vera til staðar skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri PSV. Félagið Viskubrunnur ehf. stendur að baki síðunni en félagið var upphaflega í eigu KPMG Legal, dótturfyrirtækis KPMG. Í svari frá fyrirtækinu segir að KPMG stofni félög og selji þau viðskiptavinum og Viskubrunnur sé slíkt félag. Eftir að söluna beri KPMG enga ábyrgð. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Jón Ragnar Arnarson, stjórnarmann Viskubrunns og starfsmann A4, og Víði Pétursson, varamann í stjórn, prókúruhafa félagsins og útgefanda þingeyska miðilsins Skarps, bæði í síma og með tölvupósti. Engin svör fengust. Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Til skoðunar er bæði hjá Persónuvernd (PSV) og Ríkisskattstjóra (RSK) hvort vefsíða sem birtir upplýsingar um laun landsmanna starfi í samræmi við lög og reglur. Samkvæmt lögum um tekjuskatt er heimilt að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrá svo og gefa þær út í heild eða að hluta. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Vefsíðan tekjur.is fór í loftið í gær en þar er hægt að fletta upp upplýsingum um laun allra Íslendinga, sem náð hafa fjárræðisaldri, fyrir árið 2016. Upplýsingarnar á síðunni byggjast ekki á álagningarskrá RSK heldur skattskrá en hún inniheldur álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda eftir að leyst hefur verið úr öllum kærum sem berast vegna álagningarskrár. Upplýsingarnar á síðunni sýna því ekki tekjur síðasta árs heldur ársins 2016. „Þetta kom okkur jafn mikið á óvart og flestum öðrum. Þetta er ekki á vegum RSK og okkur algjörlega óviðkomandi,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Hann segir að starfsfólk stofnunarinnar hafi fengið fregnir af málinu í fjölmiðlum líkt og flestir aðrir. Aðspurður hvort vinnsla sem þessi úr skattskrá sé heimil segir Snorri að það sé í skoðun. Það liggi fyrir í tekjuskattslögum að opinber birting á upplýsingum um álagða skatta samkvæmt skattskrá sé heimil en ekki liggi ljóst fyrir hvort hver sem er hafi þá heimild. Þá þurfi einnig að skoða málið í samhengi við nýju persónuverndarlögin, GDPR, sem tóku gildi á árinu. Að auki þurfi að skoða birtingarháttinn en netið var ekki í huga þingsins árið 1984 þegar lögin voru sett. Mál er varða birtingu álagningar- og skattskrár hafa bæði ratað til eftirlitsstofnana sem og dómstóla. Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 1995 kom meðal annars fram að „ótvírætt og óumdeilt“ væri að heimilt væri að birta upplýsingar úr skattskrá. Aðrar reglur giltu hins vegar um álagningarskrár. Árið 2013 komst PSV síðan að þeirri niðurstöðu að CreditInfo væri óheimilt að afrita upplýsingar úr skattskrá með það að markmiði að selja áskrifendum sínum upplýsingarnar. Í gegnum tíðina hafa skattskrár síðan verið gefnar út á bókarformi en téðir útgefendur hafa getað farið til RSK, fengið skrána afhenta, afritað hana og gefið út.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Við höfum fengið ábendingar um þessa síðu og er kunnugt um hana. Það er í lögum heimild til að gefa skattskrána út í heild sinni en spurningin er hvort ljóst sé hver hefur þá heimild. Það þurfa að vera til staðar skýrar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri PSV. Félagið Viskubrunnur ehf. stendur að baki síðunni en félagið var upphaflega í eigu KPMG Legal, dótturfyrirtækis KPMG. Í svari frá fyrirtækinu segir að KPMG stofni félög og selji þau viðskiptavinum og Viskubrunnur sé slíkt félag. Eftir að söluna beri KPMG enga ábyrgð. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Jón Ragnar Arnarson, stjórnarmann Viskubrunns og starfsmann A4, og Víði Pétursson, varamann í stjórn, prókúruhafa félagsins og útgefanda þingeyska miðilsins Skarps, bæði í síma og með tölvupósti. Engin svör fengust.
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is. 12. október 2018 22:14