Ekki bendá mig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. október 2018 07:30 Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Braggamálið er fyrirferðarmikið í umræðunni. Fólki blöskrar að með skattfé sé farið af slíkri vanvirðingu. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi. Veitingamenn eiga einfaldlega að standsetja húsnæði sitt sjálfir. Þess vegna hefur bragginn snert streng í borgarbúum. Áætlanir borgarinnar virðast ítrekað að engu hafðar. Bragginn og Mathöllin við Hlemm eru nýleg dæmi. Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið. Í Reykjavík er innheimt hæsta lögleyft útsvar. Engar gjaldskrárlækkanir hafa orðið hjá Orkuveitunni eftir fordæmalausar hækkanir sem kynntar voru sem tímabundnar neyðarráðstafanir á árunum eftir hrun. Nýleg fjárhagsspá Orkuveitunnar boðar að greiddur verði út arður til borgarinnar upp á 14 milljarða næstu árin. Borgaryfirvöld láta sér með öðrum orðum ekki nægja hið hefðbundna útsvar heldur seilast þau líka í vasa útsvarsgreiðenda gegnum heimilisreikningana. Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant. Meirihlutinn reyndi lengst af að þegja Braggamálið í hel, þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hefðu leitað skýringa á óhóflegum kostnaði á mörgum stigum málsins, líkt og Örn Þórðarson borgarfulltrúi benti á í grein í blaðinu í vikunni. Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun