Stjórnarformaðurinn sendir frá sér yfirlýsingu um Tekjur.is Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 22:14 Jón R. Arnarson er stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Mynd/Aðsend Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins. Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í kvöld vegna vefsíðunnar Tekjur.is, sem vakið hefur mikla athygli í dag. Í yfirlýsingunni gengst Jón við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins en aðstandendur vefsins höfðu ekki komið fram undir nafni, þar til nú. Greint var frá opnun upplýsingavefsins Tekjur.is í dag en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri samkvæmt skattskrá ríkisskattstjóra vegna tekna ársins 2016. Hægt er að nálgast upplýsingar með greiðslu áskriftargjalds sem nemur 2.790 kr. fyrir fyrsta mánuðinn og svo 790 kr. á mánuði eftir það.Sjá einnig: Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Í yfirlýsingu Jóns gengst hann við því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins Viskubrunns ehf., sem er rekstraraðili síðunnar. Áður hafði komið fram að Jón væri skráður stjórnarformaður fyrirtækisins en ekki hafði þó náðst í hann við vinnslu umfjöllunar um vefinn. Fyrirspurnum Vísis, sem sendar voru á netfangið info@tekjur.is, hafði jafnframt hingað til verið svarað nafnlaust. Í yfirlýsingunni áréttar Jón það sem áður hefur komið fram í yfirlýsingum frá aðstandendum vefsins, m.a. að Viskubrunni ehf. sé ætlað að stuðla að „gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál“ og að birting upplýsinganna „byggi á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.“Yfirlýsing Jóns í heild:Almenningur hefur rétt á að vitaÍ morgun var opnaður upplýsingavefurinn Tekjur.is, þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur fullorðinna Íslendinga. Rekstraraðili síðunnar er fyrirtækið Viskubrunnur ehf. og er ég stjórnarformaður félagsins.Viskubrunnur ehf. var stofnaður til að stuðla að gagnsæi og samræmi í umfjöllun um skattamál. Þannig eru ekki birtar upplýsingar um þröngan hóp valinna einstaklinga, heldur er notendum síðunnar í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar þeir kynna sér.Upplýsingarnar á tekjur.is eru endanlegar upplýsingar um framtaldar tekjur. Þar eru ekki birtar bráðabirgðaupplýsingar eða áætlanir eins og hingað til hefur tíðkast í tekjublöðum.Fyrir einkaaðila er umtalsverð vinna og kostnaður fólgin í því að taka upplýsingarnar saman og gera þær aðgengilegar fyrir almenning. Hóflegu aðgangsgjaldi er ætlað að standa straum af þeim kostnaði.Birting upplýsinganna byggir á heimild í sérstöku ákvæði skattalaga.Jón R. Arnarson stjórnarformaður Viskubrunns ehf. Telur birtinguna óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna vefsíðunnar Tekjur.is og er málið í forgangi hjá stofnuninni, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Björgvin Guðmundsson almannatengill er á meðal þeirra sem lagt hefur fram kvörtun til Persónuverndar. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann teldi birtingu upplýsinganna óheimila samkvæmt lögum og gróft brot á friðhelgi einkalífsins.
Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38 Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. 12. október 2018 18:38
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41