Vilja stöðva sjóræningjaleiðsögn á Íslandi Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 09:00 Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendum ferðamönnum sé boðið upp á ófaglærða leiðsögumenn á of lágum launum. Vísir Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Íslenskir leiðsögumenn gagnrýna að erlendar ferðaskrifstofur notist við útlenska leiðsögumenn hér á landi. Oft sé um að ræða ófaglærða einstaklinga með takmarkaða þekkingu á landi og þjóð og þá séu þeir ekki að fá laun í samræmi við íslenska kjarasamninga. Leiðsögumennirnir hafa stofnað Facebook-hóp undir yfirskriftinni „Stöðvum sjóræningjaleiðsögn á Íslandi“ þar sem þeir skiptast á sögum og upplýsingum um stöðu mála. Þeir segja að erlendar ferðaskrifstofur sendi ófaglærða og réttindalausa útlendinga hingað til lands til að ganga í störf íslenskra leiðsögumanna. Fjölmörg dæmi eru nefnd á síðunni. Meðal annars er sagt frá ungum útlenskum leiðsögumanni sem var að sækja hóp erlendra ferðamanna í Keflavík. Sá sagðist vera búinn að kynna sér landið með því að ganga um Reykjavíkurborg og fara Gullna hringinn. Laun þessara útlensku leiðsögumanna eru sögð vera langt undir íslenskum kjarasamningum og stundum séu engin laun í boði heldur einungis þjórfé. Íslensku leiðsögumennirnir lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segja að þessi sjóræningjaleiðsögn grafi undan kjarabaráttu þeirra.Borga ekki skatta Indriði H. Þorláksson formaður Leiðsagnar – Stéttarfélags leiðsögumanna segir þetta vera vaxandi vandamál. „Við erum búnir að glíma við þetta í langan tíma. Það er þó nokkuð um það að erlend fyrirtæki, sem eru að skipuleggja ferðir hér á landi, séu senda hingað einstaklinga sem eru hvorki með fullnægjandi undirbúning né forsendur til að sinna þessu starfi,“ segir Indriði. Hann segir að þetta snúist ekki bara um leiðsögn heldur sé einnig mikilvægt að leiðsögumenn hafi þekkingu á ýmsum öryggismálum og hvernig þeim er háttað hér á landi. Indriði segir líka að ferðaþjónustufyrirtækin sjálf séu oft að starfa á gráu svæði. „Fyrirtækin eru kannski ekki skráð hér á landi og eru ekki að borga skatta. Þau koma hingað með eigin bifreiðar og búnað og eru svo með erlenda starfsmenn sem fara þessar ferðir um landið. Þetta eru aðilar sem eru að keppa við íslensku fyrirtækin,“ segir Indriði. „Við þekkjum dæmi þar sem starfsmenn þessara fyrirtækja eru að keyra hópferðabíla án þess að vera með meirapróf eins og lög og reglur gera ráð fyrir hér á landi,“ segir Indriði. Indriði fundaði í sumar með forstöðumönnum Samgöngustofu, Vinnumálastofnunar, Ferðamálastofu og embættis ríkisskattstjóra þar sem hann lagði fram tillögu um að samræma eftirlit til að sporna gegn þessari þróun. „Niðurstaða fundarins var sú að flestir lýstu yfir áhyggjum en tillögu okkar um sameiginlega stýringu var hins vegar hafnað. Þrátt fyrir ítrekun af okkar hálfu hefur lítið gerst,“ segir Indriði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira