Ekki hægt að bjarga öllum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2018 06:30 Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun