Sjóðsfélagar fá forgang að íbúðum eldri borgara Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 14:16 Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins. Lífsverk Lífeyrissjóðurinn Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Fram kemur í tilkynningu frá Lífsverki að í samkomulaginu felist að sjóðfélagar Lífsverks njói „ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum.“ Lífsverk sé þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að 20 íbúðum. Haft er eftir Jóni L. Árnasyni, framkvæmdastjóra Lífsverks, segir að um vatnaskil sé að ræða í sögu íslenskra lífeyrissjóða. „Við höfum leitað leiða til að koma til móts við sjóðsfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum og þegar leitað var til okkar eftir fjármögnun að verkefninu, sáum við strax tækifæri í þessu og gengum til samninga á þessum forsendum og brjótum þannig blað í sögu lífeyrissjóða,“ segir Jón.Sigurður Harðarson hjá Centra ráðgjöf, Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks og Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður Íbúða eldri borgara í Mörk ehf.LífsverkFramkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Gísli Páll Pálsson, segist í tilkynningunni telja að þessi fjármögnunarleið verði fyrirferðameiri í framtíðinni. „Lífsverk fær með þessum samningi forgang að 10 íbúðum sem losna, því næst koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fær Lífsverk aftur forgang að næstu 10 íbúðum. Að fá Lífsverk að borðinu sem fjármögnunaraðila er góður kostur og ég tel að lífeyrissjóðir muni í æ ríkari mæli snúa sér að slíkum verkefnum,“ segir Gísli. „Úr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk þar sem hægt er kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu og fótsnyrtingu. Þá verður opnuð sundlaug og líkamsrækt í vetrarbyrjun í tengslum við íbúðirnar,“ segir Gísli Páll. Lífsverk var stofnaður árið 1954 og er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða. Lífeyrissjóðir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lífeyrissjóðurinn Lífsverk og Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum eldri borgara við Suðurlandsbraut 68 – 70. Fram kemur í tilkynningu frá Lífsverki að í samkomulaginu felist að sjóðfélagar Lífsverks njói „ákveðins forgangs við úthlutun á íbúðunum.“ Lífsverk sé þannig fyrsti lífeyrissjóðurinn sem tryggir sjóðsfélögum sínum forgang að íbúðum fyrir eldri borgara. Íbúðirnar við Suðurlandsbraut eru 74 talsins og samkvæmt samkomulaginu munu sjóðsfélagar Lífsverks fá forgang að 20 íbúðum. Haft er eftir Jóni L. Árnasyni, framkvæmdastjóra Lífsverks, segir að um vatnaskil sé að ræða í sögu íslenskra lífeyrissjóða. „Við höfum leitað leiða til að koma til móts við sjóðsfélaga okkar sem vilja öryggi á efri árum og þegar leitað var til okkar eftir fjármögnun að verkefninu, sáum við strax tækifæri í þessu og gengum til samninga á þessum forsendum og brjótum þannig blað í sögu lífeyrissjóða,“ segir Jón.Sigurður Harðarson hjá Centra ráðgjöf, Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks og Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður Íbúða eldri borgara í Mörk ehf.LífsverkFramkvæmdastjóri Íbúða eldri borgara í Mörk ehf., Gísli Páll Pálsson, segist í tilkynningunni telja að þessi fjármögnunarleið verði fyrirferðameiri í framtíðinni. „Lífsverk fær með þessum samningi forgang að 10 íbúðum sem losna, því næst koma þeir sem eru á almennum biðlistum og þá fær Lífsverk aftur forgang að næstu 10 íbúðum. Að fá Lífsverk að borðinu sem fjármögnunaraðila er góður kostur og ég tel að lífeyrissjóðir muni í æ ríkari mæli snúa sér að slíkum verkefnum,“ segir Gísli. „Úr íbúðunum er innangengt í hjúkrunarheimilið Mörk þar sem hægt er kaupa heitan mat í hádeginu, fara til sjúkraþjálfara, öldrunarlæknis, í hárgreiðslu og fótsnyrtingu. Þá verður opnuð sundlaug og líkamsrækt í vetrarbyrjun í tengslum við íbúðirnar,“ segir Gísli Páll. Lífsverk var stofnaður árið 1954 og er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira