Málefni sem snerta alla heimskringluna Arctic Circle kynnir 18. október 2018 09:00 Arctic Circle þingið hefst á morgun í Hörpu. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heimsbyggðina eru helsta umfjöllunarefni þingsins en það sækja yfir 2000 manns frá 50 til 60 löndum. Arctic Circle Arctic Circle hefst á morgun í Hörpu en þingið er nú haldið í sjötta sinn. Líkt og síðastliðin þrjú ár lítur út fyrir að þátttakendur verði um 2000 talsins, frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle, segir umfjöllunarefni þingsins varða heimsbyggðina alla.Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið leiða saman fulltrúa stjórnmála, vísinda, efnahagslífs og umhverfisverndar.Vilhelm„Arctic Circle er alþjóðlegur samstarfs- og samráðsvettvangur um málefni norðurslóða en einnig um tengsl þessa veigamikla heimshluta við aðra heimshluta og við lönd um veröld víða. Á þinginu í ár verða framsögumenn um 700 talsins, í um 150 málstofum um fjölbreytileg efni. Hin efnislega þungamiðja verður þó sem fyrr breytingar á loftslagi jarðar og afleiðingar þeirra um allan heim,“ segir Dagfinnur. Eitt meginmarkmið Arctic Circle er að leiða saman fulltrúa stjórnmála og vísinda en ekki síður viðskiptalífs og umhverfisverndarsamtaka. Aldrei áður hafi eitt málefni haft jafn víðtæk áhrif og kallað jafn sterkt á samráð og samstarf milli ólíkra aðila eins og loftslagsmálin, að sögn Dagfinns. Hann nefnir sérstaklega umfangsmikla þátttöku landa í Asíu á Arctic Circle en til dæmis megi rekja öfgakenndar sveiflur í veðurfari í þeim heimshluta til bráðnunar hafíss við norðurskaut.Franço¬is Hollande, for¬seti Frakk¬lands flutti stefnuræðu Arctic Circle árið 2015 og lagði þá áherslu á mikilvægi norðurslóða í loftslagsmálum. Ræðan vakti alþjóðlega athygli en hún var flutt í aðdraganda samningafundanna sem fóru fram í París í lok árs 2015.Arctic circleÞátttaka landa í Asíu „Það vill svo til að á norðurslóðum hækkar hitastig hraðar og þess vegna má segja, með ákveðinni einföldun, að upphafið í orsakakeðjum sumra þessara breytinga megi finna í norðri. Þegar hafís bráðnar á Norður-Íshafinu hefur það stórkostleg áhrif á veðurfar í Kína nokkrum mánuðum síðar, jafnvel með ofsaveðrum og gríðarlegri eyðileggingu,“ útskýrir Dagfinnur. „Á þinginu í fyrra héldu vísindamenn frá Indlandi magnaða fyrirlestra um það hvernig breytingar á norðurslóðum hafa áhrif á hegðun monsún-vinda og þar með á landbúnað og fæðuframleiðslu í Suður-Asíu. Í viðleitni til þess að skilja þessar breytingar þurfa þeir að safna vísindagögnum í norðri og gera þess vegna út indverska rannsóknarstöð á Svalbarða líkt og mörg önnur Asíuríki." „Það mætti nefna fjölmörg önnur dæmi, en þetta er ástæða þess að veigamikil ríki í Asíu hafa frá upphafi gert út umfangsmiklar sendinefndir á Arctic Circle. Auk Kína og Indlands hafa Suður Kórea, Singapúr og Japan ávallt sent háttsetta fulltrúa. Arctic Circle hefur nú þegar haldið svokallaðan Arctic Circle Forum í Singapúr, í samvinnu við þarlend stjórnvöld og næsti fundur í þeirri röð verður einmitt haldinn í Seoul í desember næstkomandi, í samvinnu við stjórnvöld í S-Kóreu. Þarnæsti fundur verður haldinn í Peking í samvinnu við stjórnvöld í Kína." „Þessi virka þátttaka ríkja í Asíu hefur gert þennan samráðsvettvang ólíkan öllu öðru sem áður þekktist í alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum. Það tíðkaðist ekki að málshefjendur í samstarfi um norðurheimskautið væru valdamenn í Asíu, en það verður einmitt þannig núna á föstudaginn því utanríkisráðherra Japan flytur stefnuræðu þegar Arctic Circle Assembly verður sett."Um 2000 manns frá 50 til 60 löndum hafa sótt Arctic Circle undanfarin ár. Þingið fer árlega fram í Hörpu.Arctic circleBandaríkin og Evrópusambandið „Þrátt fyrir mikla þátttöku frá Asíu er Arctic Circle eftir sem áður vettvangur fyrir samvinnu þeirra landa sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu. Á opnunarfundi þingsins mun til dæmis Lisa Murkowski flytja ræðu en hún hefur á liðnum misserum vakið athygli fyrir sköruglega framgöngu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hún hefur einnig átt frumkvæði að því að á dagskrá þingsins um helgina er sérstök málstofa um málefni Alaska,“ segir Dagfinnur. Dagfinnur bætir við að: “Aðilar sem eiga ekki aðild að Norðurskautsráðinu og eru annarar gerðar hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að Arctic Circle geti reynst gagnlegur vettvangur. Þetta á til dæmis við um bandalög ríkja og það sætir vissulega tíðindum á þingi Arctic Circle um helgina að háttsettir fulltrúar Evrópusambandsins munu taka þátt í fyrsta sinn. Á opnunarfundinum mun Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála, fiskveiða og málefna hafsins, meðal annars flytja ræðu.“Rússneska vísindaakademían Annað sem sætir tíðindum á þinginu í ár er að Rússneska vísindaakademían sendir stóra sendinefnd og hefur skipulagt málstofu á stóra sviðinu sem nefnist “Russian science above the Arctic Circle”. Það er að mati Dagfinns stórmerkilegt að akademían taki þátt. „Í fyrsta lagi eru samskipti Rússlands við alþjóðasamfélagið býsna flókin um þessar mundir og í öðru lagi er það að mínu viti fáheyrt að Rússneska vísindaakademían leggi land undir fót með þessum hætti og skipuleggi málstofur í eigin nafni á alþjóðlegum þingum,“ segir Dagfinnur. „Rússar búa yfir gríðarlegu magni upplýsinga og hið alþjóðlega vísindasamfélag þarf, ef vel á að vera, að geta nálgast þessi gögn og átt gott og uppbyggilegt samband við Rússland. Það hefur verið stórmerkilegt að upplifa það á liðnum árum að yfirmenn nafntogaðra vísindastofnana á Vesturlöndum, hafa höfðað til Arctic Circle að beita sér fyrir því að opna samtalið við hið rússneska vísindasamfélag. Það getur tæplega átt sér stað með meira afgerandi hætti en mun gerast núna á Arctic Circle. Ef Rússneska vísindaakademían opnar glugga til vesturs núna um helgina má minnast þess að akademían var stofnuð árið 1724 af Pétri mikla!“Málstofur um „þriðja pólinn“ Á þinginu um helgina verða sérstakar málstofur sem nefnast “Arctic and the Himalaya-Third Pole”. En hvatt hefur verið til samstarfs þeirra landa sem liggja að hinum svokallaða þriðja pól, að þeirri fyrirmynd sem tíðkast á norðurslóðum. „Það er vissulega staðreynd að loftslagsbreytingar eiga sér stað með afgerandi hætti á norðurslóðum en það má líka segja að ríkin sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu hafa skipulagt samvinnu um vísindarannsóknir og umhverfismál af einstökum hyggindum,“ segir Dagfinnur. „Eitt af verkefnum Arctic Circle á liðnum árum hefur verið að kynna þessa aðferð til samstarfs meðal stjórnvalda og vísindamanna í þeim löndum sem liggja að hinum svokallaða þriðja pól, en það eru löndin sem liggja að Himalaja fjallgarði og Tíbesku hásléttunni. Loftslagsbreytingar eiga sér einnig stað með meiri hraða í mikilli hæð yfir sjávarmáli og hafa áhrif á hin heilögu og eilífu fljót Asíu sem „hníga af himinfjöllum“ eins og segir í Völsungakviðu,“ segir Dagfinnur. Á þinginu í ár verða fulltrúar frá kínversku vísindaakademíunni og leiðandi vísindastofnunum á Indlandi og verður efnt til málstofa um áframhald á þessari samvinnu sem hefur að markmiði að auka og dýpka alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á vatnsturnum Asíu.Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Arctic Circle-verðlaunin á þinginu árið 2016. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir baráttu Ban Ki-moon í loftslagsmálum og framlag hans til Parísar-samkomulagsins.Arctic circleVísindi, stjórnmál, efnahagsmál og umhverfisvernd Dagfinnur segir alþjóðasamfélagið nú þegar hafa vaknað til vitundar um þann sameiginlega vanda sem breytingar á loftslagi jarðar og afleiðingar þeirra eru. Þeir sem gefi sig að þessum málum séu þó ennþá að átta sig á hvernig best sé að takast á við viðfangsefnið. Hefðbundnar aðferðir í alþjóðlegu samstarfi bjóði ekki endilega uppá allar þær leiðir sem gætu verið gagnlegar. Nálgast þurfi þessi mál úr mörgum áttum og með nýjum leiðum. Arctic Circle sé vettvangur til þess og síðustu ár hafi fjölmörg samstarfsverkefni orðið til út frá Arctic Circle og óvæntar tengingar þjóða á milli. „Loftslagsbreytingarnar eru ekki einungis veigamiklar í sjálfu sér heldur líka í þeim skilningi að þær hafa áhrif á allt. Arctic Circle hefði aldrei náð þessu umfangi nema vegna þess að þær breytingar sem eru að verða á jörðinni kalla eftir nýrri tegund af alþjóðlegu samstarfi,“ segir Dagfinnur. „Þær kalla á nýjar aðferðir til alþjóðlegrar samvinnu um vísindarannsóknir, þær leiða stjórnmálamönnum fyrir sjónir miklar áskoranir og þær hafa afgerandi áhrif á fjárfestingar og efnahagslíf. Það er ekki einungis mikilvægt að auka við þekkingu og skilning á vísindum heldur verður einnig að leggja sérstaka rækt við að miðla upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir í efnhagsmálum og stjórnmálum. Þess vegna er til nokkurs að vinna að leiða saman fulltrúa stjórnmála, vísinda, efnahagslífs og umhverfisverndar. Markmið Arctic Circle er að þjóna þessari þörf.“Hér að neðan má sjá myndbönd frá fyrri ráðstefnum: Í því fyrsta talar Nicola Sturgeon ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins um áhrif hlýnunar Norður-Íshafsins á aðra hluta heimsins.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina verða að horfast í augu við áhrif loftslagsbreytinga:Jennifer Francis, prófessor við Rutgers háskóla í Bandaríkjunum útskýrir þau áhrif sem hlýnun norðurskautsins hefur á veðrakerfi í fjarlægum löndum:Nánar um Arctic Circle hér.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Arctic Circle. Loftslagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Arctic Circle hefst á morgun í Hörpu en þingið er nú haldið í sjötta sinn. Líkt og síðastliðin þrjú ár lítur út fyrir að þátttakendur verði um 2000 talsins, frá 50 til 60 löndum. Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle, segir umfjöllunarefni þingsins varða heimsbyggðina alla.Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arctic Circle segir þingið leiða saman fulltrúa stjórnmála, vísinda, efnahagslífs og umhverfisverndar.Vilhelm„Arctic Circle er alþjóðlegur samstarfs- og samráðsvettvangur um málefni norðurslóða en einnig um tengsl þessa veigamikla heimshluta við aðra heimshluta og við lönd um veröld víða. Á þinginu í ár verða framsögumenn um 700 talsins, í um 150 málstofum um fjölbreytileg efni. Hin efnislega þungamiðja verður þó sem fyrr breytingar á loftslagi jarðar og afleiðingar þeirra um allan heim,“ segir Dagfinnur. Eitt meginmarkmið Arctic Circle er að leiða saman fulltrúa stjórnmála og vísinda en ekki síður viðskiptalífs og umhverfisverndarsamtaka. Aldrei áður hafi eitt málefni haft jafn víðtæk áhrif og kallað jafn sterkt á samráð og samstarf milli ólíkra aðila eins og loftslagsmálin, að sögn Dagfinns. Hann nefnir sérstaklega umfangsmikla þátttöku landa í Asíu á Arctic Circle en til dæmis megi rekja öfgakenndar sveiflur í veðurfari í þeim heimshluta til bráðnunar hafíss við norðurskaut.Franço¬is Hollande, for¬seti Frakk¬lands flutti stefnuræðu Arctic Circle árið 2015 og lagði þá áherslu á mikilvægi norðurslóða í loftslagsmálum. Ræðan vakti alþjóðlega athygli en hún var flutt í aðdraganda samningafundanna sem fóru fram í París í lok árs 2015.Arctic circleÞátttaka landa í Asíu „Það vill svo til að á norðurslóðum hækkar hitastig hraðar og þess vegna má segja, með ákveðinni einföldun, að upphafið í orsakakeðjum sumra þessara breytinga megi finna í norðri. Þegar hafís bráðnar á Norður-Íshafinu hefur það stórkostleg áhrif á veðurfar í Kína nokkrum mánuðum síðar, jafnvel með ofsaveðrum og gríðarlegri eyðileggingu,“ útskýrir Dagfinnur. „Á þinginu í fyrra héldu vísindamenn frá Indlandi magnaða fyrirlestra um það hvernig breytingar á norðurslóðum hafa áhrif á hegðun monsún-vinda og þar með á landbúnað og fæðuframleiðslu í Suður-Asíu. Í viðleitni til þess að skilja þessar breytingar þurfa þeir að safna vísindagögnum í norðri og gera þess vegna út indverska rannsóknarstöð á Svalbarða líkt og mörg önnur Asíuríki." „Það mætti nefna fjölmörg önnur dæmi, en þetta er ástæða þess að veigamikil ríki í Asíu hafa frá upphafi gert út umfangsmiklar sendinefndir á Arctic Circle. Auk Kína og Indlands hafa Suður Kórea, Singapúr og Japan ávallt sent háttsetta fulltrúa. Arctic Circle hefur nú þegar haldið svokallaðan Arctic Circle Forum í Singapúr, í samvinnu við þarlend stjórnvöld og næsti fundur í þeirri röð verður einmitt haldinn í Seoul í desember næstkomandi, í samvinnu við stjórnvöld í S-Kóreu. Þarnæsti fundur verður haldinn í Peking í samvinnu við stjórnvöld í Kína." „Þessi virka þátttaka ríkja í Asíu hefur gert þennan samráðsvettvang ólíkan öllu öðru sem áður þekktist í alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum. Það tíðkaðist ekki að málshefjendur í samstarfi um norðurheimskautið væru valdamenn í Asíu, en það verður einmitt þannig núna á föstudaginn því utanríkisráðherra Japan flytur stefnuræðu þegar Arctic Circle Assembly verður sett."Um 2000 manns frá 50 til 60 löndum hafa sótt Arctic Circle undanfarin ár. Þingið fer árlega fram í Hörpu.Arctic circleBandaríkin og Evrópusambandið „Þrátt fyrir mikla þátttöku frá Asíu er Arctic Circle eftir sem áður vettvangur fyrir samvinnu þeirra landa sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu. Á opnunarfundi þingsins mun til dæmis Lisa Murkowski flytja ræðu en hún hefur á liðnum misserum vakið athygli fyrir sköruglega framgöngu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hún hefur einnig átt frumkvæði að því að á dagskrá þingsins um helgina er sérstök málstofa um málefni Alaska,“ segir Dagfinnur. Dagfinnur bætir við að: “Aðilar sem eiga ekki aðild að Norðurskautsráðinu og eru annarar gerðar hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að Arctic Circle geti reynst gagnlegur vettvangur. Þetta á til dæmis við um bandalög ríkja og það sætir vissulega tíðindum á þingi Arctic Circle um helgina að háttsettir fulltrúar Evrópusambandsins munu taka þátt í fyrsta sinn. Á opnunarfundinum mun Karmenu Vella, framkvæmdastjóri umhverfismála, fiskveiða og málefna hafsins, meðal annars flytja ræðu.“Rússneska vísindaakademían Annað sem sætir tíðindum á þinginu í ár er að Rússneska vísindaakademían sendir stóra sendinefnd og hefur skipulagt málstofu á stóra sviðinu sem nefnist “Russian science above the Arctic Circle”. Það er að mati Dagfinns stórmerkilegt að akademían taki þátt. „Í fyrsta lagi eru samskipti Rússlands við alþjóðasamfélagið býsna flókin um þessar mundir og í öðru lagi er það að mínu viti fáheyrt að Rússneska vísindaakademían leggi land undir fót með þessum hætti og skipuleggi málstofur í eigin nafni á alþjóðlegum þingum,“ segir Dagfinnur. „Rússar búa yfir gríðarlegu magni upplýsinga og hið alþjóðlega vísindasamfélag þarf, ef vel á að vera, að geta nálgast þessi gögn og átt gott og uppbyggilegt samband við Rússland. Það hefur verið stórmerkilegt að upplifa það á liðnum árum að yfirmenn nafntogaðra vísindastofnana á Vesturlöndum, hafa höfðað til Arctic Circle að beita sér fyrir því að opna samtalið við hið rússneska vísindasamfélag. Það getur tæplega átt sér stað með meira afgerandi hætti en mun gerast núna á Arctic Circle. Ef Rússneska vísindaakademían opnar glugga til vesturs núna um helgina má minnast þess að akademían var stofnuð árið 1724 af Pétri mikla!“Málstofur um „þriðja pólinn“ Á þinginu um helgina verða sérstakar málstofur sem nefnast “Arctic and the Himalaya-Third Pole”. En hvatt hefur verið til samstarfs þeirra landa sem liggja að hinum svokallaða þriðja pól, að þeirri fyrirmynd sem tíðkast á norðurslóðum. „Það er vissulega staðreynd að loftslagsbreytingar eiga sér stað með afgerandi hætti á norðurslóðum en það má líka segja að ríkin sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu hafa skipulagt samvinnu um vísindarannsóknir og umhverfismál af einstökum hyggindum,“ segir Dagfinnur. „Eitt af verkefnum Arctic Circle á liðnum árum hefur verið að kynna þessa aðferð til samstarfs meðal stjórnvalda og vísindamanna í þeim löndum sem liggja að hinum svokallaða þriðja pól, en það eru löndin sem liggja að Himalaja fjallgarði og Tíbesku hásléttunni. Loftslagsbreytingar eiga sér einnig stað með meiri hraða í mikilli hæð yfir sjávarmáli og hafa áhrif á hin heilögu og eilífu fljót Asíu sem „hníga af himinfjöllum“ eins og segir í Völsungakviðu,“ segir Dagfinnur. Á þinginu í ár verða fulltrúar frá kínversku vísindaakademíunni og leiðandi vísindastofnunum á Indlandi og verður efnt til málstofa um áframhald á þessari samvinnu sem hefur að markmiði að auka og dýpka alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á vatnsturnum Asíu.Ólafur Ragnar Grímsson veitti Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Arctic Circle-verðlaunin á þinginu árið 2016. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir baráttu Ban Ki-moon í loftslagsmálum og framlag hans til Parísar-samkomulagsins.Arctic circleVísindi, stjórnmál, efnahagsmál og umhverfisvernd Dagfinnur segir alþjóðasamfélagið nú þegar hafa vaknað til vitundar um þann sameiginlega vanda sem breytingar á loftslagi jarðar og afleiðingar þeirra eru. Þeir sem gefi sig að þessum málum séu þó ennþá að átta sig á hvernig best sé að takast á við viðfangsefnið. Hefðbundnar aðferðir í alþjóðlegu samstarfi bjóði ekki endilega uppá allar þær leiðir sem gætu verið gagnlegar. Nálgast þurfi þessi mál úr mörgum áttum og með nýjum leiðum. Arctic Circle sé vettvangur til þess og síðustu ár hafi fjölmörg samstarfsverkefni orðið til út frá Arctic Circle og óvæntar tengingar þjóða á milli. „Loftslagsbreytingarnar eru ekki einungis veigamiklar í sjálfu sér heldur líka í þeim skilningi að þær hafa áhrif á allt. Arctic Circle hefði aldrei náð þessu umfangi nema vegna þess að þær breytingar sem eru að verða á jörðinni kalla eftir nýrri tegund af alþjóðlegu samstarfi,“ segir Dagfinnur. „Þær kalla á nýjar aðferðir til alþjóðlegrar samvinnu um vísindarannsóknir, þær leiða stjórnmálamönnum fyrir sjónir miklar áskoranir og þær hafa afgerandi áhrif á fjárfestingar og efnahagslíf. Það er ekki einungis mikilvægt að auka við þekkingu og skilning á vísindum heldur verður einnig að leggja sérstaka rækt við að miðla upplýsingum til þeirra sem taka ákvarðanir í efnhagsmálum og stjórnmálum. Þess vegna er til nokkurs að vinna að leiða saman fulltrúa stjórnmála, vísinda, efnahagslífs og umhverfisverndar. Markmið Arctic Circle er að þjóna þessari þörf.“Hér að neðan má sjá myndbönd frá fyrri ráðstefnum: Í því fyrsta talar Nicola Sturgeon ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins um áhrif hlýnunar Norður-Íshafsins á aðra hluta heimsins.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina verða að horfast í augu við áhrif loftslagsbreytinga:Jennifer Francis, prófessor við Rutgers háskóla í Bandaríkjunum útskýrir þau áhrif sem hlýnun norðurskautsins hefur á veðrakerfi í fjarlægum löndum:Nánar um Arctic Circle hér.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Arctic Circle.
Loftslagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira