Reykjavík til þjónustu reiðubúin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. október 2018 07:30 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun