Virkjum vináttuna! Ertu búin að skrá hópinn þinn? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 18. október 2018 09:00 Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við, konur á Íslandi, njótum þeirra forréttinda að hér á landi býðst okkur reglubundin skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Skimunin hefur dregið mjög úr tilfellum leghálskrabbameina hér á landi og á einnig verulegan þátt í því að dregið hefur úr dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina. Þátttaka kvenna í skimun fyrir krabbameinum hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár. Þessari þróun vill Krabbameinsfélagið snúa við. Niðurstöður kannana sem félagið hefur gert benda til þess að helsta ástæðan fyrir minnkandi þátttöku í skimun sé framtaksleysi eða frestun. Viðbrögð við nýlegri auglýsingaherferð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og áminningu í Bleiku slaufunni hafa þó verið mjög góð og bókunum í skimun hefur fjölgað mjög mikið. En betur má ef duga skal og finna þarf leiðir sem auka þátttöku kvenna til langframa. Krabbameinsfélagið vill, í samvinnu við kvennahópa af hvaða tagi sem er, um land allt, hvetja konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð um það. Samstöðukraftur kvenna er magnaður og reynslusögur kvenna sem tóku þátt í ljósmyndasýningu Bleiku slaufunnar (og lesa má á bleikaslaufan.is) vitna um dýrmætan stuðning vinkvenna við greiningu og í krabbameinsmeðferð. Í Bleiku slaufunni biðlar Krabbameinsfélagið til kvennahópanna og býður þeim að taka saman höndum við félagið um að auka þátttöku kvenna í skimun. Hóparnir skrá sig á bleikaslaufan.is og tvisvar til þrisvar á ári fær hver hópur sendan tölvupóst frá félaginu með áminningu um að hvetja sínar konur til að mæta í skimun þegar þær fá boð. Einnig fylgir með fræðsla um þætti í daglegu lífi sem geta dregið úr líkum á að fá krabbamein. Á Íslandi býðst konum á aldrinum 23-65 ára skimun fyrir krabbameini í leghálsi, á tveggja ára fresti og á aldrinum 40-69 ára skimun fyrir krabbameini í brjóstum, á þriggja ára fresti. Frekari upplýsingar um skimun má sjá á heimasíðu félagsins, krabb.is. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands taka sérþjálfaðar ljósmæður öll leghálsstrok og kvengeislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum. Skoðanirnar taka stuttan tíma, biðtími er mjög lítill og að jafnaði líða einungis 10-15 mínútur frá því að konur koma í hús þar til þær eru farnar út aftur. Ertu búin að skrá hópinn þinn? Einn hópur verður dreginn út þann 22. október og fær veglegan glaðning.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun