Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 22:00 Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira