Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 22:18 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja í Brussel fyrr í kvöld. getty/Pier Marco Tacca Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum. Brexit Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum.
Brexit Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira