Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 22:18 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við aðra leiðtoga ESB-ríkja í Brussel fyrr í kvöld. getty/Pier Marco Tacca Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum. Brexit Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Búið er að setja hugmyndir um að halda sérstakan leiðtogafund ESB í nóvember þar sem útganga Bretlands úr sambandinu yrði rædd, á ís. Þetta herma heimildir Reuters. Ástæðan er sögð sú að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, bauð öðrum leiðtogum ESB-ríkja ekki upp á neinar nýjar hugmyndir sem miða að því að leysa helstu deilumálin í samningaviðræðum ESB og breskra stjórnvalda um Brexit. Nái aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum ekki áþreifanlegum árangri verði ekkert úr sérstökum Brexit-leiðtogafundi í næsta mánuði, eins og hugmyndir voru uppi um.Litlar væntingar Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. Eitt af markmiðum fundarins var að boða til annars leiðtogafundar í nóvember, úrslitafundar þar sem hægt yrði að leggja smiðshöggið á samning ESB og breskra stjórnvalda. Það tókst ekki. Væntingarnar fyrir fundinn voru ekki miklar, en Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, kveðst þó ekki hafa gefist upp. Áfram verði unnið að lausn næstu vikurnar, meðal annars um hvernig skuli haga málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Mikilvægt mál Enn á eftir að ná saman um hvernig verði hægt að halda landamærunum hins breska Norður-Írlands og ESB-ríkisins Írlands opnum. Niðurstaðan er gríðarlega mikilvæg, bæði til að hægt verði að viðhalda friðarsamningnum frá 1998, auk þess að opin landamæri skipta efnahag beggja landanna miklu. Reuters segir að sumir leiðtogar ESB-ríkja hafi verið bjartsýnni eftir kvöldverðinn í kvöld þar sem May hélt tuttugu mínútna ræðu og sagði vel mögulegt að ná samningum. Í frétt BBC segir að May hafi meðal annars sagt Bretland vera reiðubúið að lengja 21 mánaða aðlögunartímabil eftir útgöngu til að hægt verði að ná samningum um tilhögun á landamærunum.
Brexit Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira