Erlent

Bandarískur hershöfðingi lifði af morðtilraun í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hershöfðinginn Abdul Raziq var einn af valdamestu mönnum Afganistan.
Hershöfðinginn Abdul Raziq var einn af valdamestu mönnum Afganistan. AP/Massoud Hossaini
Æðsti yfirmaður lögreglunnar í Suðurhluta Afganistan, hershöfðinginn Abdul Raziq, var felldur í skotárás nærri húsnæði ríkisstjóra Kandahar. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, hershöfðinginn Austin S. Miller, var einnig á svæðinu en hann slapp án meiðsla. Minnst þrír bandarískir menn og nokkrir afganskir hermenn særðust í árásinni en hún mun hafa verið framkvæmd af einum árásarmanni sem var klæddur í búning afganska hersins.

Toryalai Weesa, ríkisstjóra Kandahar, og yfirmaður leyniþjónustu Afganistan í héraðinu féllu einnig í árásinni. Miller var þó skotmark árásarmannsins ásamt Raziq og fleirum, og Talibanar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni, samkvæmt Washington Post. Einn Bandaríkjamannanna sem særðust var hermaður, annar var borgari og sá þriðji málaliði.

Raziq hafði lifað af fjölmargar morðtilraunir á undanförnum árum og þótti mjög mikilvægur maður í Afganistan.

Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Hann er sagður hafa verið meðlimur í öryggissveitum ríkisstjórans.

Mennirnir voru komnir saman til að ræða öryggisráðstafanir fyrir kosningar Afganistan á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×