Frumlegt ráð við þreytu Þórlindur Kjartansson skrifar 19. október 2018 07:00 Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun