Stærsta ógnin Hörður Ægisson skrifar 19. október 2018 08:21 Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þetta lítur ekki vel út. Líkur á að svartsýnustu spár um þróunina á vinnumarkaði í vetur – verkföll og skæruaðgerðir – verði að veruleika hafa aukist til muna nú þegar Starfsgreinasamband Íslands og VR, stærstu verkalýðsfélög landsins, hafa sett fram kröfur sínar í kjaraviðræðum. Þeim verður ekki lýst öðruvísi en sem sturluðum og í engum takti við efnahagslegan veruleika. Fyrir atvinnurekendur – og íslensk stjórnvöld – er þess vegna augljóst að við þeim kröfum verður aldrei hægt að verða. Ekki er að sjá hvernig bilið milli viðsemjenda verður brúað á komandi vikum og mánuðum. Afleiðingin er áframhaldandi óvissa fyrir íslenskt efnahagslíf og þrýstingur á gengi krónunnar. Ef fallist yrði á kröfugerð SGS um gríðarlegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar gæti launakostnaður sumra fyrirtækja, eins og upplýst var um í Markaðnum í vikunni, meira en tvöfaldast á næstu þremur árum og í einhverjum tilfellum aukist um allt að 150 prósent. Sjálft hefur sambandið ekki séð neina ástæðu til að leggja mat á kostnaðinn við kröfur sínar. Það kemur kannski lítið á óvart enda eru þær með slíkum ólíkindum að það er tæpast hægt að taka þær alvarlega sem innlegg í kjaraviðræður. Launakostnaður íslenskra fyrirtækja hefur aukist langt umfram það sem þekkist í nágrannaríkjum okkar á undanförnum árum. Afkoma flestra fyrirtækja hefur á sama tíma versnað til muna og eru þau nú í vaxandi mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana. Sú þróun er rétt hafin og svigrúm til almennra launahækkana er af þeim sökum minna en ekki neitt. Þess í stað hlýtur markmið núverandi kjaralotu, sem hefst á sama tíma og við erum að sjá fram á snögga kólnun í hagkerfinu, að vera að varðveita þá fordæmalausu kaupmáttaraukningu – um 25 prósent frá 2015 – sem áunnist hefur síðustu ár. Forystumenn stærstu verkalýðsfélaga landsins, sem öllum má nú vera ljóst að eru stærsta einstaka ógnin gagnvart lífskjörum meginþorra íslensks launafólks á komandi árum, eru á öðru máli. Þeir vilja tefla á tæpasta vað og innleysa tugprósenta launahækkanir, sem engin innistæða er fyrir, á einu bretti. Flestir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Gengið mun hríðfalla, verðbólgan hækka upp úr öllu valdi og Seðlabankanum verður nauðugur sá einn kostur að bregðast við með hækkun vaxta. Allir munu tapa. Við sjáum nú þegar vísbendingar um þessa atburðarás enda hefur markaðurinn brugðist af fullum þunga, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, við þeim tíðindum sem berast af stöðunni á vinnumarkaði. Gengi krónunnar hefur lækkað afar skarpt síðustu vikur og hefur nú ekki mælst lægra í meira en tvö ár. Enginn skal velkjast í vafa um að þessi kaupmáttarrýrnun sem við höfum orðið vitni að í beinni, nánast dag eftir dag upp á síðkastið, er í boði þeirra byltingarsinna sem ráða för í verkalýðshreyfingunni. Þótt það séu vissulega blikur á lofti í íslensku efnahagslífi, einkum og sér í lagi í ferðaþjónustunni, þá eru engu að síður allar forsendur fyrir hendi til að tryggja sjaldséða mjúka lendingu. Hvort það takist mun ekki síst velta á forystumönnum verkalýðsfélaganna. Þeir hafa því miður kosið að leggja af stað í vegferð, byggða á annars vegar ótrúlegum mislestri á stöðunni og hins vegar misráðinni væntingastjórnun, sem mun að líkindum enda með hvelli fremur en kjökri þar sem fyrir liggur að þeir munu aldrei geta staðið við stóru orðin. Það er erfiður vetur í vændum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun