Einstök evrópsk stemning allt WhatsApp og leyndu húðflúri að þakka Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2018 10:30 Rory McIlroy baðaður í kampavíni eftir sigur Evrópu. vísir/getty Evrópuúrvalið endurheimti Ryder-bikarinn í golfi í gær þegar að það pakkaði Bandaríkjunum saman í París með 17 og hálfum vinningi gegn tíu og hálfum en Evrópa hefur nú unnið á heimavelli sex sinnum í röð. Það var ljóst nánast frá síðdegi föstudagsins að Bandaríkin áttu ekki séns í Evrópu þrátt fyrir góða byrjun að þessu sinni en evrópsku kylfingarnir spiluðu miklu betur og virtust hafa mun meira gaman að. Stemningin var mögnuð í evrópska liðinu en hún var byrjuð að byggjast upp nokkrum vikum fyrir mótið því allir kylfingar evrópska liðsins hópuðust saman á samskiptaforritið WhatsApp þar sem að þeir skiptust á skilaboðum og skemmtu sér í aðdraganda Ryder-bikarsins.Meira kampavín.vísir/gettyMinni endurnýjun „Við erum allir búnir að vera í þessum hóp á WhatsApp í svolítinn tíma og það er ekkert nema ást þar. Það er ein stærsta ástæðan fyrir þessum sigri. Við náum allir svo vel saman,“ sagði glaðbeittur Rory McIlroy með kampavín í hönd á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Það er bara eitthvað við þennan hóp manna. Liðið okkar er minna breytt alltaf á milli móta annað en hjá hinum. Við höfum meira að segja þekkt nýiðana í okkar liði í langan tíma. Við höfum byggt upp mikla vináttu á Evróputúrnum,“ sagði McIlroy. En, það var ekki bara WhatsApp sem skilaði sigrinum því danski fyrirliðinn Thomas Björn lofaði sínum mönnum að fá sér húðflúr ef að Evrópa myndi hafa betur að þessu sinni.Grace Barber fær að sjá húðflúrið en enginn annar.vísir/gettyStórt húðflúr! „Það var smá auka hvatning fyrir okkur þessa vikuna,“ sagði Ian Poulter við fréttamenn eftir sigurinn. Aðspurður hvað það væri greip McIlroy fram í: „Herra Björn gæti þurft að fara á tattústofu í vikunni.“ Justin Rose spurði fyrirliðann sinn hvort hann ætlaði að fá sér flúr af úrslitum Ryder-bikarsins og hversu stórt það ætti að vera. Aftur greip Rory fram í: „Eins stórt og mögulegt er!“ „Þetta er versta ákvörðun vikunnar hjá mér,“ sagði Thomas Björn sem viðurkenndi að hafa lofað þessu húðflúri en það verður sett á stað sem bara eiginkona danans mun sjá. Golf Tengdar fréttir Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Evrópuúrvalið endurheimti Ryder-bikarinn í golfi í gær þegar að það pakkaði Bandaríkjunum saman í París með 17 og hálfum vinningi gegn tíu og hálfum en Evrópa hefur nú unnið á heimavelli sex sinnum í röð. Það var ljóst nánast frá síðdegi föstudagsins að Bandaríkin áttu ekki séns í Evrópu þrátt fyrir góða byrjun að þessu sinni en evrópsku kylfingarnir spiluðu miklu betur og virtust hafa mun meira gaman að. Stemningin var mögnuð í evrópska liðinu en hún var byrjuð að byggjast upp nokkrum vikum fyrir mótið því allir kylfingar evrópska liðsins hópuðust saman á samskiptaforritið WhatsApp þar sem að þeir skiptust á skilaboðum og skemmtu sér í aðdraganda Ryder-bikarsins.Meira kampavín.vísir/gettyMinni endurnýjun „Við erum allir búnir að vera í þessum hóp á WhatsApp í svolítinn tíma og það er ekkert nema ást þar. Það er ein stærsta ástæðan fyrir þessum sigri. Við náum allir svo vel saman,“ sagði glaðbeittur Rory McIlroy með kampavín í hönd á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Það er bara eitthvað við þennan hóp manna. Liðið okkar er minna breytt alltaf á milli móta annað en hjá hinum. Við höfum meira að segja þekkt nýiðana í okkar liði í langan tíma. Við höfum byggt upp mikla vináttu á Evróputúrnum,“ sagði McIlroy. En, það var ekki bara WhatsApp sem skilaði sigrinum því danski fyrirliðinn Thomas Björn lofaði sínum mönnum að fá sér húðflúr ef að Evrópa myndi hafa betur að þessu sinni.Grace Barber fær að sjá húðflúrið en enginn annar.vísir/gettyStórt húðflúr! „Það var smá auka hvatning fyrir okkur þessa vikuna,“ sagði Ian Poulter við fréttamenn eftir sigurinn. Aðspurður hvað það væri greip McIlroy fram í: „Herra Björn gæti þurft að fara á tattústofu í vikunni.“ Justin Rose spurði fyrirliðann sinn hvort hann ætlaði að fá sér flúr af úrslitum Ryder-bikarsins og hversu stórt það ætti að vera. Aftur greip Rory fram í: „Eins stórt og mögulegt er!“ „Þetta er versta ákvörðun vikunnar hjá mér,“ sagði Thomas Björn sem viðurkenndi að hafa lofað þessu húðflúri en það verður sett á stað sem bara eiginkona danans mun sjá.
Golf Tengdar fréttir Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30